BÓK 1 - GEÐRASKANIR ÁN LYFJA
Titill þessarar fyrstu bókar Geðraskanir án lyfja kom í gegnum dýpra vitundarástand og skilning minn á geðröskunum. Áður hafði ég notað Þunglyndi án lyfja og byggt sjálfsvinnu mína og meðferðarúrræðið innan Kærleikssamtakanna út frá því hugtaki. Það var mjög stórt atriði hjá mér, er ég las um geðraskanir og fékk greiningu, að ná að komast í gegnum veikindin án lyfja. Einungis munaði hárfínni línu að ég léti undan þar sem ástand mitt var það slæmt og yfirþyrmandi sumarið 2012. Það var á meðan ég var að komast að því hvað væri að mér og er ég beið eftir fyrsta dáleiðslutímanum til að taka markvisst á geðröskunum.
♥ ♥ ♥
Í þessari fyrstu bók rek ég sögu mína í gegnum lífið, ýmsar aðstæður, flutninga, störf og hvernig ég bæði þokaðist og óð á milli þess sem mér datt í hug að gera. Ég fjalla um það sem ég hef lært og notast við í minni sjálfsvinnu árin áður en ég veiktist 2011, þjálfunina sem byggðist upp við að nota heilun, ég lýsi fyrra starfi Kærleikssamtakanna og hvernig það þróaðist og svo þunglyndinu sem hefur hrjáð mig um langt skeið. Einnig er ég veiktist 2011 og komst að því að ég væri með margar virkar geðraskanir, hvernig ég brást við því, hvert ég leitaði, viðtölin og ferlið sem tók við. Einnig fjalla ég um meðferðina á Hvítabandinu, dáleiðslurnar og aðra meðferðartíma.
♥ ♥ ♥
Í bókinni segi ég frá fjórum fyrstu dáleiðslunum sem voru markvisst notaðar til að takast á við geðraskanir. Í annarri bókinni er eingöngu ein dáleiðsla því þá var meðferðin á Hvítabandinu í hámarki. Fjallað er um fimm dáleiðslur í þriðju bókinni og sex dáleiðslur í þeirri fjórðu. Eftir það fer dáleiðslunum fækkandi hjá meðferðaraðilanum, þar sem það opnaðist fyrir getu hjá mér til að fara sjálf inn í dáleiðslu og sjá fyrri líf, sem ég nota í dag samhliða heilun. Þannig hefur þekking mín og geta til að takast á við, dýpkað verulega í gegnum þetta veikinda- og bataferli. Fyrstu þrjár bækurnar spanna ákveðið ferli sem er flétta af veikindum og bata – án þess þó að ég næði að sjá eða skynja þá, að það tæki einhvern tímann enda. Bataferlið sem fór af stað kemur betur fram í síðari bókunum, því fyrst þurfti ég að ná mínum botni áður en ég gat nýtt aðstæður mínar sem tækifæri í stað hindrana.
♥ ♥ ♥
Fyrsta bókin er fáanleg - á prenti og í PDF, ePub og Kindle útgáfu.
Bókin á prenti kostar 4.500 kr og 2.500 kr rafræn.
Félagsmenn hjá félaginu og mánaðarlegir styrktaraðilar fá 25% afslátt af hverri bók sem keypt er. Fyrir almennan kaupanda fæst 500 kr. afsláttur á hverja bók þegar keyptar eru fleiri en ein bók í einu.
Allur ágóði bókanna rennur óskertur til
Kærleikssamtakanna. Kaupa bók.
♥ ♥ ♥